MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, júlí 19, 2004

Tja.....

Búið að vera nóg að gera hjá mér. Skellti mér í ofur-húsmóðurhlutverkið og hristi eitt stykki barnaafmæli fram úr erminni um helgina ;) Þá erum við að tala um 4 tertur (bæði súkkulaði, ís og rjóma) tvær brauðtertur og 30 stk. minipizzur!! *svitn* Þetta tókst bara alveg frábærlega vel, sólin skein og allir voru í góðu skapi. Það var samt pínu vandræðalegt þegar nágrannakrakkarnir fóru að koma í hópum með pakka handa afmælisbarninu, þá hafði minn bara verið duglegur að bjóða í afmælið án þess að ég vissi, hahahaha sniðugur....... Þriggjagíraofurtúrbóvatnsbyssan sem Anna Rósa og pálmi gáfu honum sló samt aðallega í gegn, já og alvöru fótboltatakkaskórnir frá Kristínu Guðrúnu. Hér fyrir neðan getið þið séð kappann sýna skóna, haldandi á tryllitækinu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home