UPPIstand :)
Ég kíkti í gær á kaffi Rósenberg á uppistandið hans Eyva (sjá hér til hliðar). Jahh eða kannski Eyva og Bangsa, ég hannaði nefnilega plakat fyrir þá, þannig að ég varð að kíkja, Árni sæti og Kiddi kíktu líka :)
Þetta var algjör snilld, ég verð bara að segja að Eyvindur átti kvöldið (sorrý bangsi), ég gjörsamlega grét úr hlátri þegar hann reytti af sér brandarana :')
Þetta verða víst mánaðarleg kvöld hér eftir og fá nýliðar að spreyta sig líka, ég er ekki alveg viss hvort þetta verður keppni.... en allavega, ef einhverjum/ri sem les þetta langar að prófa þá er bara að fara inn á beygla.is og skrá sig :)
Annars er mest lítið að frétta af mér, krúsilíus er stunginn af til Alicante og ég er bara á fullu í skólanum. Helgin er ekkert plönuð, en þar sem ég er barnlaus og liðug..... þá er aldrei að vita hvað gerist......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home