*sniffsniff*
Mikið afskaplega var þetta eitthvað ánægjulegur dagur :) Það var gaman í skólanum, mér gekk vel með það sem ég var að gera...... ahhhhhhh, gaman að þessu.
Það gerðist reyndar eitt svolítið skondið í dag. Ég er komin með smá kvef, vaknaði hálf-stífluð í morgun og ákvað því að skjótast í apótekið í hádeginu og kaupa nefdropa. Bið náttúrulega bara um eitthvað stíflulosandi og afgreiðsludaman spyr hvaða gerð ég vilji. Ég bendi á eitthvað (skiptir mig svosem engu máli hvaða tegund þetta er) og þá spyr hún hvort ég vilji með mentol eða bara svona venjulega. Ég hugsaði með mér, mentol hmmmm..... sniðugt og segi svo "láttu mig fá svona mentol, hef aldrei prófað svoleiðis". Ég borga og fer með þetta út í bíl og keyri af stað, ákveð svo að losa svolítið um stífluna á miðri leið. Tek flöskuna og sprauta slatta í hvora nös.......... AAAAAAAAAAAARRRGGG............ mér svíður langt upp í heila og tárast og tárast, þannig að það endar með því að ég sé ekkert hvert ég er að fara eða hvað ég er að gera. Neyðist því til að beygja inn á næsta bílastæði og stoppa og jafna mig :S Sjahá, ég kaupi sko ekki svona aftur. Leit út eins og ég hefði grenjað í viku þegar ég kom í tíma eftir hádegi, með eldrauð grátbólgin augu, en laus við stífluna ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home