MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Það ætti nú alveg að banna mig stundum.

Er búin að vera ótrúlega seinheppin í dag. Byrjaði daginn í Laugum og tók létta brennslu, strunsaði framhjá Adda og Árna án Þess að taka eftir þeim. Uppgötvaði svo þegar ég kom út í bíl eftir púlið að ég hafði gleymt tölvunni heima. Brunaði heim og sótti hana, ákvað svo að slá þessu upp í kæruleysi (enda orðin hálftíma of sein) og stoppa í búð og kaupa mér að borða. Ég rölti inn og náði mér í skyr og nokkrar mandarínu, það reyndist mér ekki svo auðvelt. Helda að ég hafi misst ca. 5 mandarínur á gólfið þegar ég var að reyna að koma þeim ofaní pokann. Svo þegar það loksins hafðist, rifnaði haldið á pokanum, hann datt í gólfið og allt út um allt aftur. Hugsa að ég hafi bjargað deginum hjá nokkrum viðskiptavinum 10/11 í morgunn.
Þori varla að standa upp úr stólnum núna, er viss um að ég á eftir að hrasa og detta.

Annars var ég að spekúlera í morgunn þegar ég var á hlaupabrettinu. Hvenær ætli maður venjist þessu og hætti að líða eins og drukkinni hænu eftir smá rölt eða skokk? Ég þarf alltaf að styðja mig við brettið í smá stund þegar ég er hætt til að ná áttum, frekar óþægilegt. Þess vegna vel ég mér oftast eitthvað annað til að svitna á, en þetta hlýtur að venjast.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home