MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Sparaðu hvítlaukinn Hallgrímur minn...

Gleði gleði :) eða svona næstum því.
Ég var að fara í gegnum heilann bunka af gömlum Æsku og ABC blöðum frá ca.'86-'94. Það er voða gaman að skoða þetta og ég bara verð að láta fylgja með smá brot úr æskuvanda, hver man ekki eftir honum ;)

Kæra Nanna Kolbrún!
Ég er með fjögur vandamál.
1. Ég er hrifin af strák. Ég kalla hann E, En núna er ég hrifin af Þ og svolítið hrifin af E. Ég var dálítið hrifin af frænda E. Ég kalla hann Ó. Ég byrjaði að vera með honum. Svo hættum við saman en byrjuðum að vera saman aftur aðeins seinna. Við hættum svo að vera saman og tala saman í nokkrar vikur. Nú erum við á ný orðnir vinir.
Nú byrjar vandamálið. Þegar ég er nálægt Þ þá verð ég óstyrk. Mig langar að biðja hann um að vera með mér en þori það ekki. Geturðu hjálpað mér?

Svo koma vandamálin hver á eftir öðru... blablabla.... og auðvitað klassískur endir
Ég þakka fyrir góðan þátt. Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu að ég sé gömul?

Hahaha... þetta er nú svolítið fyndið. Vá hvað mér fannst margt svona algjörlega óyfirstíganlegt á þessum árum. Þá var nú gott að hafa æskuvanda til að glugga í :)

Svo er margt annað skemmtilegt til að rifja upp eins og pennavinir, aðdáendaklúbbarnir, poppþátturinn, plaggötin, gáturnar og viðtölin. Ég get endalaust haldið áfram. Ætli ég komi ekki með fleiri gullkorn á næstunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home