MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

laugardagur, janúar 31, 2004

Namm, súkkulaði!!!!!

Jújú ég samþykki þetta alveg, það er eiginlega ekki annað hægt :)


cho
You're chocolate. You're the old soul type, people
feel that they have known you their entire
life. Many often open up to you for they view
you as thoughtful and trustworthy. Although
people trust you, you have a hard time trusting
them. You prefer to keep your feelings bottled
up inside, or display them very quietly. It is
alright to open up every once in a while.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, janúar 29, 2004

maí 2005

Jæja loksins letbykkjaðist ég með Balenoinn í skoðun. Ég er búin að vera í stresskasti undanfarna daga því löggan er búin að vera að sniglast um hér í hverfinu og rukka fólk um 10 þúsundkalla ef það hefur ekki ennþá hundakast með druslurnar í árlegt eftirlit. Minn bíll átti að fara í maí, en einhverra hluta vegna náði ég alltaf að fresta þessu þartil á morgun, nema í dag :)
Blóðþrýstingurinn hækkaði um helming þegar ég keyrði bílinn inn í skoðunarstöðina, þar tók elskulegur maður á móti mér og vísaði mér inn í biðstofuna. Ég settist niður og horfði á sjónvarpið og gluggaði í eitt til tvö tímarit, en fannst biðin vera farin að vera svolítið löng. Ég tók eftir því að elskulegi maðurinn sem ég var að kynnast fór ýtarlega yfir öll smátriði í bílnum, tékkaði á öllum beltum, hristi og skók allan bílinn og þandi vélina eins og hann ætti lífið að leysa. Ég hugsaði með mér "dísus, þetta er svona gæi sem verður að finna eitthvað að. Ég verð víst að sætta mig við endurskoðunarmiða í bili, hrmpf" Einnig fangaði það athygli mína að á meðan ég beið, flugu tveir bílar í gegn hjá hinum skoðunartækninum, ég varð ennþá stressaðari og var farin að halda að ég fengi barasta ekki bílinn aftur. Að þessi elskulegi maður hefði fundið einhverja mjög alvarlega bilun, ég var farin að svitna :-/
En hvað gerist svo rétt þegar ég var að fá kökkinn í hálsinn. Hann bendir mér að koma, skellir 05 miða á bílinn, segir að ég þurfi að fara að skipta um bremsuklossa að framan og vísar mér út. Þið getið ekki trúað hvað ég er búin að vera í góðu skapi í dag, viiiiiiiiiiiiííííí :)

miðvikudagur, janúar 28, 2004

"The Don" úje!!!

Eins og þið sennilega vitið þá er ég á leið til stóra eplisins. Mér voru að berast ansi skemmtilegar uppýsingar um hostelið sem við gistum á. Eigandi hostelsins er víst kallaður "The Don" og er svona spænskur gaur með fullt af gullkeðjum um hálsinn og talar með geggjuðum hreim! Svo er víst allt starfsfólkið líka svona "in da gang", hahahaha.
Já svo er pleisið líka í næstu götu við Harlem hverfið víðfræga, við getum því búist við nokkrum svona "drive by shooting" eða eitthvað, neinei kannski ekki alveg. Þetta verður æði, algjört æði. *hlakk, hlakk* :)
"Jo I'm da Don you know" "so, don't fuck with me" múhahahahahahaha............!

mánudagur, janúar 26, 2004

NEW YORK, NEW YORK here I come :)

Jæja þá er það ákveðið, I'm going to NEW YORK (verð að æfa mig í enskunni). Ég yfirgef klakann þann 6. feb kl 17:00 að staðartíma og mæti aftur með ammerískann hreim þann 15. feb klukkan 06:40 að staðartíma :o) Þetta verður svo gaman, ég flýg til Boston og tek svona alvöru grayhound rútu til NEW YORK, spennó!
Ég afrekaði það meira að segja að panta miða á netinu alveg sjálf *mont*, oooooooooooooohhhhhh, ég get ekki beðið!!!! *hlakk, hlakk*
Já og svo var ég líka að fá mér svona kreddara í fyrsta skiptið, gaman gaman :o)
Eitt enn í lokin, ég lendi á Logan flugvellinum í Boston. Það er flugvöllurinn sem hryðjuverkagaurarnir sem klesstu á tvíburaturnanna flugu frá!!!! Eins gott að vera ekki með neitt grunsamlegt í farteskinu, það væri leiðinlegt að lenda í svona bodysearch, ojojojoj!!!!

sunnudagur, janúar 25, 2004

Dettur ekkert í hug til að skíra þetta! Helgin kannski, æ ég veit ekki..........

Jamm og jæja, þetta var aldeilis skemtileg helgi :)
Ég lyfti mér örlítið upp á föstudaginn, partý í skólanum og svona. Fór með Guðrúnu Eddu, við stoppuðum þó stutt við því stemningin var heldur dræm :( Leið okkar lá síðan á Kaffibarinn, þar var stemningin allt önnur og mun betri. Við sátum, spjölluðum og svolgruðum í okkur nokkrum bjórum. Svo kom Kristján og við spjölluðum enn meira, síðan skelltum við okkur í dansinn og sýndum ómælda hæfileika okkar á dansgólfinu! Okkur var svo hent út um 6 leytið, þreyttum en ánægðum með velheppnað kvöld :)
Laugardagurinn var heldur rólegri og var honum eitt í video gláp og nammiát! *rop*
Nú er bara að koma sér í gírinn, setja rakettuna í rassgatið og fara að læra, *vvvvvvvvvvvvúúúúúúúmmmm* hehe!

föstudagur, janúar 23, 2004

Jásimjási :o)

Fann þennan snilldar mörgæsa leik á netinu í gær. Fór í smá keppnu við Júlla Snúlla í gær og hann vann *grenj* , fékk mest 320 stig en ég bara 317.1 :o( Hæðsta skorið sem ég veit um er 324. Reynið nú og endilega segið frá ef þið skorið meira en Júlli, hehe ;o) you're going down Snúlli!!!!!! múhahhahahaha..........

þriðjudagur, janúar 20, 2004

kakakakakakakakaka!

Oj, ég er búin að borða svo mikið í dag :-( Ég var í erfidrykkju og borðaði fullt af kökum og meira af kökum og ennþá meira af kökum. Svo fór ég í matarboð að borðaði hangiket með uppstúf og fékk mér þrisvar á diskinn. Svo var auðvitað kaffi og KÖKUR á eftir :-/
Núna sit ég fyrir framan tölvuna og bumban kemst varla undir borðið ;-) Ætla að byrja í aðhaldi á morgun, engar kökur í viku, hehe. Nema að ég kíki til mömmu á morgun í afganga, múhahahaha.
Fitu-jukki-jukk-jukk!!! Hef alltaf verið soddan safnari í mér! :-p

mánudagur, janúar 19, 2004

og þá bloggaði hún.........

Jæja loksins, var búin að skrifa heljarinar klausu um daginn, en hún hvarf :o/ Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hvernig það gerðist! En það hefur annars verið alveg heilmikið að gera hjá mér, en ekkert af því hefur verið blogghæft ef svo má að orði komast.

Það er allt að verða brjálað hérna í blokkinni, það er einhver geðsjúklingur sem býr hérna á neðstu hæðinni. Það var búið að brjóta upp hurðina hjá honum um daginn, veit ekki alveg hvað var í gangi en íbúðin stóð opin og aðgengileg öllum í ca. sólarhring. Núna í þessum skrifuðu orðum heyri ég mig ekki hugsa fyrir hávaðanum í tónlistinni frá honum (vek athygli á því að hann býr í kjallaranum en ég á 3 hæð). Ég tippla alltaf á tánum þegar ég fer famhjá íbúðinni hans á leiðinni í þvottahúsið, maður veit aldrei hverju maður á von.

Helgin var annars mjög róleg, eldaði pizzu á laugardagin og bauð nokkrum gestum í mat. Annars horfði ég bara á video og lærði smá, allt voða indælt :)

föstudagur, janúar 16, 2004

Ok, ég er ekki að skilja........ :p

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Einhyrningur

You are the most universal mythical beast ever. Sightings of the unicorn have been reported from all over the world, even in modern times. Unicorns are pure and incorruptible. In China, unicorns symbolized gentleness, good will, and wisdom. Christianity links the unicorn with Christ. It is said that unicorns would only allow virgin girls to see them, let alone touch them. They were easily lured into fatal ambushes by a virgin with some poachers waiting for the unicorn in nearby bushes. A unicorn's horn was a highly prized possession, which was reputed to have great healing capabilities. With the touch of its horn, a unicorn could bring back a person who had been dead for several hours. But when separated from the unicorn's body, the magic was significantly reduced. The unicorn had the body of a horse, a unique spiraling horn, and a lion's tail. They were pure white in color.

What mythical beast best represents you? Take the quiz!

mánudagur, janúar 12, 2004

Allt á fullt aftur!

Úff, þá er skólinn byrjaður. Væri alveg til í viku frí í viðbót!
Ég skellti mér á smá djamm á laugardaginn, það var svolítið fyndið, eða var það ég sem var svona fyndin? Allavega þá skemmti ég mér rosa vel og sé ekki eftir rósavínsflöskunni sem ég drakk, alla, alein! :o/ Mér finnst líka að það ætti að banna kennurum að fara á djammið, það fylgdi bara starfslýsingunni "ekkert djamm". Hitti nefnilega einn kennaran minn á Kaffibarnum og spjallaði við hann í smá stund. "Guð einn veit hvað ég var að tjá mig við hann" já, og kannski kennarinn líka. Þessi mánudagsmorgunn var því frekar vandræðalegur! hehehe.
Annars er fínt að vera komin í skólann aftur og hitta alla vitleysingana, þetta verður strembin önn en vonandi skemmtileg :)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

þrettándasöngl

Fór á þrettándabrennu í kvöld með krúsilíusi og pabba. Ég held að ég hafi aldrei misst af brennu, allavega ekki síðan ég man eftir mér. Hef meiraðsegja gerst nokkrum sinnum svo fræg að fá að spila undir söng álfakóngsins!! Já ég leyni á mér skal ég segja ykkur ;o) það var alveg mögnuð flugeldasýning í lokin, hún verður bara flottari og flottari með hverju árinu sem líður. Það spillti líka ekki fyrir að það var yndælis veður, heiðskýrt og algjört logn.

Á þessu kvöldi eigum við pabbi yfirleitt "söngmómentin" okkar, hehe, ójá. Syngjum eins hátt og við mögulega getum ÓLAFUR REIÐ MEÐ BJÖÖÖÖÖÖRGUUUM FRAM, VILLIR HANN, STILLIR HANN................... o.s.frv. Sem betur fer yfirgnæfir kórsöngurinn og harmonikkuspilið í hátölurunum okkur. Skil samt ekki alveg afhverju það er alltaf svona mikið pláss í kringum okkur þegar við syngjum, hmmmmm......?? (við erum nú ekki svo slæm?!!)

mánudagur, janúar 05, 2004

klósett-drasl :(

ég fór í kringluna í dag og þurfti að fara með ákveðinn krúsilíus á klósettið! Jújú klósettferðin sjálf gekk ágætlega (pisseríið sko), en málin flæktust allverulega þegar þvo átti hendurnar. Ég spyr "hver tók upp á því að hanna hátæknilegan klósettbúnað og gleymdi að segja mér frá því" :( Allt með einhverjum nemum og svoleiðis drasli, svo virkar þetta hvorteðer ekki eins og það á að gera. Var örugglega í 10 mín. að finna "nemann" á þurkgræjunni og þurfti að standa öll svona í keng til að vera við neman og þurka hendurnar í leiðinni!!
Núna er ég að spá í að setja af stað svona undirskriftalista: "fáum gömlu hreinlætistækin aftur á klósettin í Kringlunni" þau virka allavega!

sunnudagur, janúar 04, 2004

snilldar mynd, snilldar ég ;)

laugardagur, janúar 03, 2004

*smell*

Ég ákvað í kvöld að láta verða að því að skoða eitthvað af þessum djammmyndasíðum. Það er nefnilega alltaf verið að smella af mér mynd þegar ég er úti á lífinu. Ég fletti í gegnum ég veit ekki hvað margar síður með myndum af blindfullu og ógeðslegu fólki, en ekkert bólaði á mér.
Ég er virkilega farin að halda að ég festist bara allsekki á filmu eða að það er einhver "stalker" á eftir mér sem er að búa til svona Hlínar altari, "ég meina hvað veit maður, það er allt til!" :oS

GLEÐILEGT ÁR!! :)

Ég vissi að ég hefði átt að ganga í klaustur!