Jæja loksins letbykkjaðist ég með Balenoinn í skoðun. Ég er búin að vera í stresskasti undanfarna daga því löggan er búin að vera að sniglast um hér í hverfinu og rukka fólk um 10 þúsundkalla ef það hefur ekki ennþá hundakast með druslurnar í árlegt eftirlit. Minn bíll átti að fara í maí, en einhverra hluta vegna náði ég alltaf að fresta þessu þartil á morgun, nema í dag :)
Blóðþrýstingurinn hækkaði um helming þegar ég keyrði bílinn inn í skoðunarstöðina, þar tók elskulegur maður á móti mér og vísaði mér inn í biðstofuna. Ég settist niður og horfði á sjónvarpið og gluggaði í eitt til tvö tímarit, en fannst biðin vera farin að vera svolítið löng. Ég tók eftir því að elskulegi maðurinn sem ég var að kynnast fór ýtarlega yfir öll smátriði í bílnum, tékkaði á öllum beltum, hristi og skók allan bílinn og þandi vélina eins og hann ætti lífið að leysa. Ég hugsaði með mér "dísus, þetta er svona gæi sem verður að finna eitthvað að. Ég verð víst að sætta mig við endurskoðunarmiða í bili, hrmpf" Einnig fangaði það athygli mína að á meðan ég beið, flugu tveir bílar í gegn hjá hinum skoðunartækninum, ég varð ennþá stressaðari og var farin að halda að ég fengi barasta ekki bílinn aftur. Að þessi elskulegi maður hefði fundið einhverja mjög alvarlega bilun, ég var farin að svitna :-/
En hvað gerist svo rétt þegar ég var að fá kökkinn í hálsinn. Hann bendir mér að koma, skellir 05 miða á bílinn, segir að ég þurfi að fara að skipta um bremsuklossa að framan og vísar mér út. Þið getið ekki trúað hvað ég er búin að vera í góðu skapi í dag, viiiiiiiiiiiiííííí :)