þrettándasöngl
Fór á þrettándabrennu í kvöld með krúsilíusi og pabba. Ég held að ég hafi aldrei misst af brennu, allavega ekki síðan ég man eftir mér. Hef meiraðsegja gerst nokkrum sinnum svo fræg að fá að spila undir söng álfakóngsins!! Já ég leyni á mér skal ég segja ykkur ;o) það var alveg mögnuð flugeldasýning í lokin, hún verður bara flottari og flottari með hverju árinu sem líður. Það spillti líka ekki fyrir að það var yndælis veður, heiðskýrt og algjört logn.
Á þessu kvöldi eigum við pabbi yfirleitt "söngmómentin" okkar, hehe, ójá. Syngjum eins hátt og við mögulega getum ÓLAFUR REIÐ MEÐ BJÖÖÖÖÖÖRGUUUM FRAM, VILLIR HANN, STILLIR HANN................... o.s.frv. Sem betur fer yfirgnæfir kórsöngurinn og harmonikkuspilið í hátölurunum okkur. Skil samt ekki alveg afhverju það er alltaf svona mikið pláss í kringum okkur þegar við syngjum, hmmmmm......?? (við erum nú ekki svo slæm?!!)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home