MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, janúar 12, 2004

Allt á fullt aftur!

Úff, þá er skólinn byrjaður. Væri alveg til í viku frí í viðbót!
Ég skellti mér á smá djamm á laugardaginn, það var svolítið fyndið, eða var það ég sem var svona fyndin? Allavega þá skemmti ég mér rosa vel og sé ekki eftir rósavínsflöskunni sem ég drakk, alla, alein! :o/ Mér finnst líka að það ætti að banna kennurum að fara á djammið, það fylgdi bara starfslýsingunni "ekkert djamm". Hitti nefnilega einn kennaran minn á Kaffibarnum og spjallaði við hann í smá stund. "Guð einn veit hvað ég var að tjá mig við hann" já, og kannski kennarinn líka. Þessi mánudagsmorgunn var því frekar vandræðalegur! hehehe.
Annars er fínt að vera komin í skólann aftur og hitta alla vitleysingana, þetta verður strembin önn en vonandi skemmtileg :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home