Pollyanna hvað....
Já þetta var ótrúlegur dagur, ég skil ekki hvernig óheppnin nær alltaf svona í rassgatið á mér þessa dagana. Allavega, þá brotnaði lykillinn í svissinum á bílnum mínum í morgun, ég þurfti að láta draga hann á verkstæðið því það var ekki hægt að starta honum, þetta var eini lykillinn minn :/ Gaman af því.... Þarafleiðandi missti ég af mjög svo mikilvægum tíma í skólanum, ég ætla rétt að vona að kennarinn sýni mér skilning á þessu veseni. Svo átti ég að fara á námskeið í kvöld, var búin að redda pössun og alles, en nei, kennarinn mætti ekki, svo ég fór þessa líka skemmtilegu fýluferð, alltaf gaman að fara á rúntinn :Þ
Þetta bílavesen á örugglega eftir að kosta mig andvirði afmælisveislunnar, svo ég verð þvímiður að tilkynna að allt öl verðið þið að koma með sjálf. En ég mun að sjálfsögðu bjóða ykkur hér heim og splæsi kannski í eina, tvær kökur líka ;) Er það ekki líka félagsskapurinn sem skiptir mestu máli!!