MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, janúar 31, 2005

Pollyanna hvað....

Já þetta var ótrúlegur dagur, ég skil ekki hvernig óheppnin nær alltaf svona í rassgatið á mér þessa dagana. Allavega, þá brotnaði lykillinn í svissinum á bílnum mínum í morgun, ég þurfti að láta draga hann á verkstæðið því það var ekki hægt að starta honum, þetta var eini lykillinn minn :/ Gaman af því.... Þarafleiðandi missti ég af mjög svo mikilvægum tíma í skólanum, ég ætla rétt að vona að kennarinn sýni mér skilning á þessu veseni. Svo átti ég að fara á námskeið í kvöld, var búin að redda pössun og alles, en nei, kennarinn mætti ekki, svo ég fór þessa líka skemmtilegu fýluferð, alltaf gaman að fara á rúntinn :Þ
Þetta bílavesen á örugglega eftir að kosta mig andvirði afmælisveislunnar, svo ég verð þvímiður að tilkynna að allt öl verðið þið að koma með sjálf. En ég mun að sjálfsögðu bjóða ykkur hér heim og splæsi kannski í eina, tvær kökur líka ;) Er það ekki líka félagsskapurinn sem skiptir mestu máli!!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Heil og sæl

Dísus og dúddi ég er nú alveg stundum :Þ Haldiði ekki að ég sé búin að týna eina geymslulyklinum! Já, mér ferst að vera hjálpleg, en það er önnur saga. Ég auglýsi hérmeð eftir lyklinum, hann er grár, frekar langur og það stendur assa á honum. Hann týndist einhvern tímann í síðustu viku, einhverstaðar milli Víkurássins og Listaháskólans (hjálplegt ekki satt?).

Helgin var stuðhelgi, ég fór í elítupartý til Svabbalínu, þar var sungið í svaka fínar græjur sem Svava var að fjárfesta í, sem nefnast víst karókí. Við skunduðum í bæinn eftir raddbandaæfingarnar og fórum á Hressó. Fjörið þar var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við dilluðum okkur smá. Svava dró mig svo á *manekkihvaðstaðurinnheitir* og við fengum okkur smá djamm-möns og eftir það var haldið heim á glæsikerrunni hans Krissa. Svona var það nú, merkilegt ekki satt :)

Svo læt ég auðvitað fylgja með hér smá update á óskalistann

Pening
föt, bol, buxur, jakka, skó.... o.s.frv.
Snyrtidót, eitthvað svona dúllidúll
örbylgjuofn
útvarp (búin að fá)
borVÉL (ég á bora)
eldhúsvog
Áskrift að Andrés önd
miða í leikhús
videotæki
dvd spilara
myndavél
ipod
utanlandsferð(ir)
bækur(helst hönnunarbækur)
ætli þetta sé ekki ágætt í bili, verið þið sæl :)

laugardagur, janúar 22, 2005


ég, svava og magga :) fönn,fönn,fönn....

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

mánudagur, janúar 17, 2005

afmæli bráðum!!!

Já nú fer að styttast í það, tuttugastaogfimmta árið er alveg að skella á, 11. feb fyrir þá sem ekki vita ;) Svo þið skuluð vera viss um að veðrið á eftir að versna!
Þegar ég varð tvítug og hélt veislu, þurfti ég að sækja alla sem komu, á súbbanum hans pabba því veðrið var svo slæmt hmmm..... history repeating!?
En ég er búin að leggja inn umsókn hjá veðurguðunum um að halda sig á mottunni þetta árið, ég meina, þeir hafa einu sinn, já þið lásuð rétt, einu sinni (man allavega ekki betur) verið mér hliðhollir á afmælisdaginn.

Ok, þá er það planið, ég er ekki alveg búin að ákveða það, en ég er mikið að hugsa um að flýta þessu aðeins þarsem ritgerð og önnur verkefnaskil hitta akúrat á aðal daginn. Svo helgin 4-6. feb kemur sterk inn, sérstaklega föstudagurinn 4.
Annars veit ég ekkert hvernig ég á að hafa þetta, ætli ég bjóði ekki bara öllum heim?!?!?? Fái lánaða nokkra stóla, hafi kannski þema, smá öl og svo bara gleði! Er það ekki bara ágætt? :) Nema náttúrulega að ég fái einhverja snilldarhugmynd á næstu dögum. Er nokkuð vit í því að vera að halda þetta á einhverjum stað? Mér finnst mikið meira kósý að hafa þetta bara heima, get þá allavega boðið upp á einhverjar kræsingar.

Jæja ætla að halda áfram að plana, endilega (þið sem þekkið mig) að láta mig vita hvernig staðan er á ykkur þessa helgi. Svo læt ég fylgja með smá óskalista ;)

Mig langar í ......

Pening
föt, bol, buxur, jakka, skó.... o.s.frv.
Snyrtidót, eitthvað svona dúllidúll
örbylgjuofn
útvarp
borVÉL (ég á bora)
dvd spilara
utanlandsferð(ir)
Ekki eitthvað hilluskraut, ég á nóg af því!!
Ég man ekki meira í bili..... bæti við seinna

bæjó :)


miðvikudagur, janúar 12, 2005

blogg blogg

Mikið að gera hjá mér núna, hef ekkert merkilegt að segja. Er voða löt við ba-skrifin, en er dugleg að skrifa í huganum ;) En þetta gerist víst ekki svoleiðis, get ekki beðið eftir að það komi lesihugsanir tengibúnaður á tölvur!! Verið þið sæl... (þessi kveðja var í boði Svövu)

mánudagur, janúar 10, 2005

Ég er á lífi :)

Bara að láta vita af mér ;) Ég nenni samt ekki að blogga mikið núna. En jólin og áramótin voru alveg frábær, átti yndislegan tíma með fjölskyldunni, bauð mömmu og pabba í mat á aðfangadag og allt heppnaðist alveg frábærlega (skiljist sem "Hlín er snillingur í eldhúsinu").

Annars er skólinn bara byrjaður á fullu, BA ritgerðarskrifin aðal málið í augnablikinu enda bara rétt rúmur mánuður í skil. Þetta ár legst bara vel í mig, vona að það verði skárra en síðasta ár, þó svo að það hafi átt góða spretti, fór til NY, eignaðist alveg fullt af nýjum vinum og æðislegan kærasta, ss. það fór bara batnadi, byrjaði illa :)Hmmmm... já þá er það ekki fleira í bili, Adios, Sayonara, Au revoir, bæjó!