MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, janúar 10, 2005

Ég er á lífi :)

Bara að láta vita af mér ;) Ég nenni samt ekki að blogga mikið núna. En jólin og áramótin voru alveg frábær, átti yndislegan tíma með fjölskyldunni, bauð mömmu og pabba í mat á aðfangadag og allt heppnaðist alveg frábærlega (skiljist sem "Hlín er snillingur í eldhúsinu").

Annars er skólinn bara byrjaður á fullu, BA ritgerðarskrifin aðal málið í augnablikinu enda bara rétt rúmur mánuður í skil. Þetta ár legst bara vel í mig, vona að það verði skárra en síðasta ár, þó svo að það hafi átt góða spretti, fór til NY, eignaðist alveg fullt af nýjum vinum og æðislegan kærasta, ss. það fór bara batnadi, byrjaði illa :)Hmmmm... já þá er það ekki fleira í bili, Adios, Sayonara, Au revoir, bæjó!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home