MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Heil og sæl

Dísus og dúddi ég er nú alveg stundum :Þ Haldiði ekki að ég sé búin að týna eina geymslulyklinum! Já, mér ferst að vera hjálpleg, en það er önnur saga. Ég auglýsi hérmeð eftir lyklinum, hann er grár, frekar langur og það stendur assa á honum. Hann týndist einhvern tímann í síðustu viku, einhverstaðar milli Víkurássins og Listaháskólans (hjálplegt ekki satt?).

Helgin var stuðhelgi, ég fór í elítupartý til Svabbalínu, þar var sungið í svaka fínar græjur sem Svava var að fjárfesta í, sem nefnast víst karókí. Við skunduðum í bæinn eftir raddbandaæfingarnar og fórum á Hressó. Fjörið þar var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við dilluðum okkur smá. Svava dró mig svo á *manekkihvaðstaðurinnheitir* og við fengum okkur smá djamm-möns og eftir það var haldið heim á glæsikerrunni hans Krissa. Svona var það nú, merkilegt ekki satt :)

Svo læt ég auðvitað fylgja með hér smá update á óskalistann

Pening
föt, bol, buxur, jakka, skó.... o.s.frv.
Snyrtidót, eitthvað svona dúllidúll
örbylgjuofn
útvarp (búin að fá)
borVÉL (ég á bora)
eldhúsvog
Áskrift að Andrés önd
miða í leikhús
videotæki
dvd spilara
myndavél
ipod
utanlandsferð(ir)
bækur(helst hönnunarbækur)
ætli þetta sé ekki ágætt í bili, verið þið sæl :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home