MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, ágúst 30, 2004

LETURÁST

- Stutt ástarsaga

Þetta byrjaði allt þegar ég var 13 ára. Þá kynntist ég einni ungri sem hét "Verdana" og mér þótti hún einkar falleg. Ég gat valið á milli hennar og "Times New Roman" sem mér þótt alltaf vera frekar lauslát, mér fannst allir vera að nota hana. Ég valdi "Verdönu" og við áttum í ástríðufullu sambandi í 2-3 ár. Ég hélt nokkrum sinnum framhjá henni með "Arial", en það hafði enga þýðingu. Ég stóð mig oft að því að líta þá sem voru með "Times" hornauga og kunni alls ekki að meta hana.

Svo þegar ég var 17 ára fór ég á skemmtistað sem hét "G4" og var svaklega flottur. Þar fann ég ótrúlega mikið af laglegum týpum, sem voru hver annarri fegurri. Sú sem mér fannst standa uppúr var "Avenir" og það var það ást við fyrstu sýn. Við vorum saman í rúmlega ár.

Eftir að ég hætti með henni tók við einhvers konar tilraunastarfsemi. Ég hitti fullt af mismunandi týpum en engin gerði mig virkilega ánægðan. Þetta voru allt stutt sambönd sem skildu lítið eftir sig. Það var ekki fyrr en ég varð 19 ára sem ég hitti eina dúndurflotta, en hún hét "Helvetica" og var frá Sviss. Hún veitti mér lífsfyllingu sem ég hafði ekki upplifað áður.

Svo varð ég tvítugur og við fórum að þroskast í sitthvora áttina. Ég varð aftur einn á báti. Þá hitti ég eina sem hét "Garamond", og sú var flott. Ég féll í stafi og var orðlaus þegar ég sá hana. Þvílík týpa! Og hún hafði verið fyrir framan augun á mér allan tímann! Og Garamond var frábrugðin öllum hinum að því leitinu til að hún var eldri, reyndari og tígulegri. Við vorum saman í 5 mánuði og það var lítið um framhjáhald. Þá fyrst sá ég hvað "Garamond" og "Times" voru líkar og ég sá eftir því að hafa sniðgengið hana hér áður fyrr.

Ég kynntist nokkrum vinkonum "Garamöndu" sem allar voru álíka flottar, t.d. "Trajan", "Utopia", "Cochin" og svo auðvitað "Sabon" sem var tvíburasystir "Garamond". Við hittumst nokkrum sinnum en svo frétti hún af því og sambandið leystist upp. Stuttu seinna kynntist ég "Caslon" sem var sú allra fallegasta sem ég hafði hitt. Við fórum að búa saman og þó hún væri einstæð móðir þá lét ég það ekki á mig fá. Fegurð hennar yfirskyggði allt annað!

En einn dag í skólanum var ég látinn vinna verkefni með einni sem hét "Meta" og átti strangan þýskan pabba sem hét Erik Spiekermann. Hún var frekar þurr og óspennandi, en útaf skólanum neyddist ég til þess að hanga og vinna með henni. Það varð til þess að "Caslon" fékk minni athygli og því hættum við saman í fússi og ég ákvað að hætta að vera með þessum eldri týpum í smá tíma.

Það var ekki fyrr en núna í sumar sem ég hitti eina gullfallega. Hún er ein af þeim fallegustu sem ég hef nokkru sinni verið með. Og ég elska hana. Pabbi hennar heitir Adrian Frutiger og er frekar hress gaur. Ég ætla ekki að segja frá nafni hennar því þá gæti einhver reynt að stela henni frá mér.

Kannski eigum við samt eftir að hætta saman, maður veit aldrei. En það eru fleiri fiskar í sjónum. Og það skiptir ekki máli hvort hún sé ný eða gömul. Það skiptir bara máli að hún hæfi þér og þínum verkefnum hverju sinni.

Og ef þú finnur ekki þína týpu, þá er tæknin orðin þannig að þú getur bara búið hana til sjálfur. Er ekki letrið yndislegt?

Jói Jói


Hahahaha, mér finnst þetta svo mikil snilld, efast um að flest ykkar fatti þetta, en VÁ....... varð að setja þetta hérna inn. Þið getið lesið meira á Icelandicnationalteam í umræðunni um uppáhalds fontinn :)

Já já ok........

Er ekki alveg komin tími á að ég skrifi eitthvað hérna :) Ég er búin að vera eitthvað svo annars hugar undanfarið, er komin með nýtt áhugamál sem fangar nánast alla athygli mína þessa dagana ;)
Annars var fyrsti skóladagurinn í dag, úff þetta verður strembið ár en örugglega skemmtilegt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja.... ég kíkti á Ernu fernu á sunnudaginn, þar var mikið slúðrað enda er Erna sannkölluð Gróa á Leiti vinkonuhópsins.... Svava er að koma sér fyrir í baunalandi og gengur það eitthvað erfiðlega hjá skvísunni, en þetta lagast vonandi þegar fer að líða á dvölina.
Ég skrapp í smá skóla"partý" á föstudaginn, var nú frekar fljót að stinga af þaðan og skella mér á kaffibarinn og síðan sirkus. Ég hitti Kristínu vinkonu "longe time no see" :) það var rosa gaman. Hún er orðin svo artí fartí og farin að djamma með listaháskólaliðinu (aftur) svo við eigum örugglega eftir að skralla eitthvað saman í vetur! Uuuuuuu.... já svo fer bara að líða að því að krúsilíus fari til Spánar.... turúlú

mánudagur, ágúst 23, 2004

anda inn anda út....... :-I

Litla barnið mitt er að fara til útlanda, án mín!!! Það er búið að panta far og alles..... *anda inn* Hörður Þór er á leiðinni til Alicante með Önnu Rósu og Pálma 2.-9. sept. Amma hans og afi eru með hús á leigu þar í einhvern tíma og vilja endilega fá hann.... *anda út*
Hörður vill helst fara á eftir og tekur það ekki í mál að það séu ennþá nokkrir dagar í þetta, en hann á örugglega eftir að skemmta sér vel :) Ég treysti líka Önnu og Pálma alveg (skynsöm skötuhjú) til passa að hann hlaupi ekki upp í vitlausa vél og endi einhverstaðar í Timbuktu ;)

Svo er Svava að fara til Danmerkur, þetta er alveg rosalegt.....

laugardagur, ágúst 14, 2004


djamm..!!

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

fimmtudagur, ágúst 12, 2004


Hördur i bala ;)

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

miðvikudagur, ágúst 11, 2004


nýi nágranninn!!

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

mánudagur, ágúst 09, 2004

Grænmetis þjónustufulltrúi?

Það er ótrúlegt hvað ókunnugu fólki finnst það alltaf verða að tala við mig þegar ég er að versla eða bíða á biðstofum. Það mjög sjaldgæft að ég fái frið heila verslunarferð! T.d. áðan var ég að versla í Hagkaup, var að velja mér epli í rólegheitum þegar eldri kona snýr sér að mér og byrjar að tjatta. Konan: "Guuuð, það er svo mikið úrval finnst þér ekki" Ég: "hehe, jújú það er erfitt að velja" Konan: "þetta er bara alltaf að verða erfiðara og erfiðara, það eru hollensk, þýsk, spænsk. Maður þarf bráðum að fá sér sinn eigin þjónustufulltrúa í grænmetið bara, hahahah" Ég: "hahaha, já væri það ekki fínt, mælum bara með því við verslunarstjórann á leiðinni út" :S
Þetta var svo sem ekki slæmt, en þegar maður er kannski fastur í röð og einhver byrjar að tala um veðrið eða hve biðin er orðin löng...... úff!

fimmtudagur, ágúst 05, 2004


Svava á súbbanum, á leidinni á Bakka

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


fjörid i dalnum! Fallegt aww...

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


addi og kiddi að selja popp hahahahaha.... kannski bara sterapopp hmm....

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Klárlega þjóðhátíð ;)

Vá, þetta var GAMANl!! Veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja? Á Bakka kannski þar sem við hittum góðvin okkar Svövu hann "Benicio del Toro" úr haltri hóru og vini hans, já og gamla nýbakaða kærustuparið. Flugum svo yfir með Heimi, hann fékk koss að launum ;) Krissi og Pétur voru komnir og tóku á móti okkur með Brezzeeeee (eins og Krissi segir), sólgleraugum og látum. Drifum okkur niður á gistiheimilið Hamar og losuðum okkur við dótið og gölluðum okkur upp fyrir herlegheitin sem biðu okkar. Skelltum okkur fyrst í "partí" hjá Ölgerðinni í einhverjum sumarbústað, það var nokkuð slappt, en þá var bara brunað niður í dalinn besta sem bregst aldrei. Kunni mér nú ekki alveg hóf það kvöldið, svo þetta er svolítið gloppótt alltsaman, en það er bara stuð. Brennan var flott ;) Hittum svo liðið á Faxastígnum daginn eftir, þau Selmu og Kidda, svo voru Árni og Arnar þar líka í heimsókn og líka þarna man ekki hvað hún heitir gellan (Svava þú reddar því!!) Við byrjuðum djammið þar á meðan Selma kláraði jakkana á Leynifélagið Agga Pó og svo var það grillveisla í sumó hjá Ölgerðinni. Liðið þar var eitthvað aðeins hressara en fyrridaginn, en ég er viss um að við vorum laaaang skemmtilegust með "pissið" í pokanum sem Pétur leyfði öllum að smakka á. Okkur var samt farið að leiðast svo við renndum aftur niður á Faxastíginn með helling af ísköldum bjór og djömmuðum þar áður en við fórum í dalinn. Í dalnum átum við á okkur gat af reyktum lunda (namm) og súrri brauðtertu (reyndar var það bara Svava). Allt í einu birtust svo Gene Simmins (Krissi) og hmmmm.... Gulli Gráni (Pétur), það var fjör... Svo var bara djammað, kysst og knúsað fram eftir nóttu...
Sunnudagurinn toppaði svo allt, þá fórum við um daginn og fengum okkur smá snæðing á "ég man ekki hvað staðurinn heitir", hittum Kidda og Árna og spjölluðum við þá Breiðholtsbræður í smá tíma, það var ýmislegt misjafnt rifjað upp þar. Fórum svo heim og reyndum að ná því mesta af brekkunni úr göllunum og drifum okkur á Faxastíginn til gestrisna fólksins. Þar voru allir orðnir uppdressaðir og fínir með stríðsmálningu og hárkollur, við vorum tekin í smá makeover líka!! Við sátum lang efst í brekkunni, púff það var erfitt að komast upp svo byrjaði Árni frændi að spila, hann átti gríðarlegt comeback og ég söng mig vel hása í bátnum hjá hinum Árna, svo var sett í hlutlausan og rennt sér niður brekkuna ;) Arnar og Kiddi vöðvatröll skelltu sér svo í poppsölubásinn og seldu grimmt allt kvöldið berir að ofan og læti, hahahaha... það var klárlega fyndið... Svava toppaði svo allt undir lokin, þar sem hún sofnaði nánast standandi með zoolanderinn í topp.
Mánudagurinn var svo tekinn snemma, ég og Svava fórum niður á flugvöll un eitt, þar var allt ófært og við biðum þar í alltof marga tíma, en þá var bara bjórinn kláraður og allir í góðu geymi. En sem betur fer "hjúkk" náðum við næstsíðasta fluginu þann daginn...
Ég er ennþá að ná upp heilsunni eftir helgina, maginn er eitthvað að kvarta.... En þetta er allt að koma!
Jæja nenni ekki að segja meira í bili........