Eins og sjá má hér á myndunum að neðan fór ég í klippingu í dag :D Skellti mér ss. á rauðhettu og úlfinn og líkaði alveg svaka vel, lét stjana við mig í næstum þrjá og hálfan tíma ;) Hmmmm.... hvað á ég að gera næst fyrir sjálfa mig.....? Me time, mememe time, hann er sko ekki búinn!
Ég og Svava erum að spá í að skella okkur á þjóðó um verslunarmannahelgina, þetta er samt ekki alveg ákveðið, en samt svona næstum.
Svo hef ég ákveðið að fresta ammælisveislunni hans Harðar þartil um þar-næstu helgi (ætlaði að halda hana á sunnudaginn) það eru svo rosalega margir að fara úr bænum um helgina. Ætli ég fari ekki bara með krúsilíus í tívolíð á sunndaginn í staðin.
Annars er voða lítið að frétta.... jú ég fór á Hárið í gær.... flottur söngur og fínn leikur, en vantaði smá uppá sviðsmyndina fannst mér, hún var heldur grá eitthvað :o/ En þetta var náttúrulega bara svona prufusýning og ekki allt tilbúið þannig að ég get ekki dæmt alveg um hvernig þetta verður á föstudaginn þegar frumsýningin verður. En fullt af flottum strákum og svona, þeir mæta víst alltaf í hádegismat til Svövu á Reykjavík bagel company ;) Maður ætti kannski að kíkja við tækifæri....