MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, júlí 29, 2004

EYJAR '04 :)

Úúúúú, ég er orðin svo spennt..... pínu stressuð líka, ég ætla rétt að vona að það verði flogið á morgun. Annars er allt að verða reddý, á bara eftir að klára að pakka :Þ Svo verð ég sjúklega sæt í polladressinu í dalnum, skærgula pollajakkanum, hvítu pollabuxunum og með hvíta sjóhattinn ;) Jeijjjj *hlakkhlakkhlakk*

sunnudagur, júlí 25, 2004

leti leti....

Nenni ekki að afsaka bloggleysið.....
Það er búið að vera svaka stuð í vinnunni, ég bara trú því ekki að þetta sé að verða búið :'( Verð að segja að þetta er ein skemmtilegast sumarvinna sem ég hef fengið, er búin að kynnast fullt af frábærum krökkum. Svo ég tali nú ekki um samstarfsfélagana þá Eyvind og Ómar rjómar sem eru algjör gull, eins ólíkir og þeir eru ;) Mér gengur einhverra hluta vegna alltaf mikið betur að vinna með strákum en stelpum, skrítið... Það væri bara snilld ef við gætum endurtekið leikinn næsta sumar!!
Hey, svo var ég að bæta inn link hér til hliðar á hljómsveitina misery loves company sem Eyvi er í, hann syngur :)


Hahaha... McHördur

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

mánudagur, júlí 19, 2004

Tja.....

Búið að vera nóg að gera hjá mér. Skellti mér í ofur-húsmóðurhlutverkið og hristi eitt stykki barnaafmæli fram úr erminni um helgina ;) Þá erum við að tala um 4 tertur (bæði súkkulaði, ís og rjóma) tvær brauðtertur og 30 stk. minipizzur!! *svitn* Þetta tókst bara alveg frábærlega vel, sólin skein og allir voru í góðu skapi. Það var samt pínu vandræðalegt þegar nágrannakrakkarnir fóru að koma í hópum með pakka handa afmælisbarninu, þá hafði minn bara verið duglegur að bjóða í afmælið án þess að ég vissi, hahahaha sniðugur....... Þriggjagíraofurtúrbóvatnsbyssan sem Anna Rósa og pálmi gáfu honum sló samt aðallega í gegn, já og alvöru fótboltatakkaskórnir frá Kristínu Guðrúnu. Hér fyrir neðan getið þið séð kappann sýna skóna, haldandi á tryllitækinu ;)



Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Vestman Islands..... :)

Jeijj, jibbí, veiveiveiveiiiii.... Ég er að fara á þjóðhátíð!! :) Þetta verður vonandi voða gaman, neineinei ekkert vonandi, þetta VERÐUR gaman ;) Ég fer með flugi frá Bakka á föstudaginn og kem heim á mánudaginn. Ég og Svava ætlum að gista á gistiheimili, sem er algjör lúxus!! Með sturtu og alles...... Svo verður það bara stemmning og læti. Svava er reyndar búin að redda svona VIP pössum, þannig að við verðum í einhverjum "selebpartíum" ;) En stemmningin í dalnum er náttúrulega aðal málið, brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn :Þ
Sjáumst á þjóðhátíð........

sunnudagur, júlí 11, 2004

Hann á afmæli í dag......... :D

Litli (stóri) strákurinn minn á afmæli í dag :)

Til hamingju með 4 ára afmælið dúllan mín.
Hann á afmæli í dag, hann í afmæli í dag, hann á afmæli hann Hörður, hann á afmæli í dag......

LAAAAAAAAAANG SÆTASTUR, enda líkur mömmu sinni ;)

laugardagur, júlí 10, 2004

flashback....

vá munið þið ekki eftir þessum þáttum, Bernskubrek :)
What would you think if I sang out of tune, Would you stand up and walk out on me. Lend me your ears and I’ll sing you a song, And I’ll try not to sing out of key...................
Guð hvað ég var líka skotin í leikaranum, hahahaha vá. Hann var nú líka rosa dúlla :) Hvað ætli hafi eiginlega orðið um þau???



miðvikudagur, júlí 07, 2004

mhmm.....

Eins og sjá má hér á myndunum að neðan fór ég í klippingu í dag :D Skellti mér ss. á rauðhettu og úlfinn og líkaði alveg svaka vel, lét stjana við mig í næstum þrjá og hálfan tíma ;) Hmmmm.... hvað á ég að gera næst fyrir sjálfa mig.....? Me time, mememe time, hann er sko ekki búinn!

Ég og Svava erum að spá í að skella okkur á þjóðó um verslunarmannahelgina, þetta er samt ekki alveg ákveðið, en samt svona næstum.
Svo hef ég ákveðið að fresta ammælisveislunni hans Harðar þartil um þar-næstu helgi (ætlaði að halda hana á sunnudaginn) það eru svo rosalega margir að fara úr bænum um helgina. Ætli ég fari ekki bara með krúsilíus í tívolíð á sunndaginn í staðin.

Annars er voða lítið að frétta.... jú ég fór á Hárið í gær.... flottur söngur og fínn leikur, en vantaði smá uppá sviðsmyndina fannst mér, hún var heldur grá eitthvað :o/ En þetta var náttúrulega bara svona prufusýning og ekki allt tilbúið þannig að ég get ekki dæmt alveg um hvernig þetta verður á föstudaginn þegar frumsýningin verður. En fullt af flottum strákum og svona, þeir mæta víst alltaf í hádegismat til Svövu á Reykjavík bagel company ;) Maður ætti kannski að kíkja við tækifæri....



psycho eyes!! :Þ Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net



Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


nyja klippingin ;)

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


ahhh... fallegt :)

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Þorsmörk


Hörður í Þórsmörk :) pínu skrítinn svipur samt :Þ

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

mánudagur, júlí 05, 2004

How about some ME time ;)

Jæja, fékk alveg nóg þegar ég leit í spegil áðan :o/ Nú verð ég að fara í klippingu og dekra pínu við sjálfa mig!!! Er búin að vera að rífast við aurapúkann í hausnum á mér í dag um hvort ég eigi að tíma að fara í almennilega klippingu. Það kostar alveg lágmark *fulltafpeningsemégáekki* Aðveldasta lausnin er náttúrulega að laumast ofan í skúffu og ná í kreddarann :Þ
Var að spá í að prófa að fara á rauðhettu og úlfinn, setjast bara í stólinn og segja "værsgo".

fimmtudagur, júlí 01, 2004


vinnan ;)

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net