MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, mars 25, 2004

Spúúúúúúúkí *hrollur og skjálf*

Jæja ég vona að þetta fari nú að koma, ég er alveg að verða gaga á þessu netleysi *ríf í hár*
Ég var svona að spá og spekulera!! Hefur einhverntíman eitthvað spúkí komið fyrir ykkur?

Ég ætla allvega að segja ykkur frá nokkrum spúkí hlutum sem hafa komið fyrir mig.....

Hmm.... hvar á ég að byrja

Einu sinni var ég í heimsókn hjá mömmu og pabba með strákinn minn. Ég og mamma ákveðum að leggja okkur inní hjónarúm á meðan pabbi passar strákinn frammi. Ég og mamma sofnum, en ég hrekk skyndilega upp og get þá ekki hreyft legg né lið. Ég sé mömmu sofandi við hliðina á mér í rúminu og heyri í pabba og stráknum mínum frammi. Ég verð ég náttúrulega rosalega hrædd og reyni að kalla á mömmu, en kem ekki upp hljóði. Ég man bara að ég reyni að öskra og öskra en ekkert gerist og virðist svo dotta í einhverjar mínútur og þá er allt komið í lag. Ótrúlega furðulegt.

Svo þegar ég var yngri vorum við vinkonurnar alltaf að fikta við andaglas. Við vorum einn daginn heima hjá vinkonu minni um hábjartann dag og ákveðum að fara í andaglas 3 saman. Við erum að dunda við þetta í smá tíma og svo segi ég uppúr þurru við glasið/andann "farðu eins hratt og þú getur". Þá byrjar glasið að fara í hringi á svo rosalegum hraða að engin okkar gat lengur verið með puttann á glasinu. Við frjósum allar og störum á glasið snúast á spjaldinu og svo allt í einu fer glasið út af spjaldinu og springur í þúsund mola á borðinu.

Einu sinni dreymdi mig agalega skrítinn draum, ég nenni nú ekki að lýsa honum nánar en það að í draumnum kom fram dagsetning. Ég segi nokkrum vinkonum mínum frá draumnum og gleymi þessu svo bara. Svona ca. mánuði seinna deyr afi minn og jarðaförin er eitthvað um viku seinna. Svo þegar ég sit í kirkjunni þá er mér litið á dagsetninguna á bæklingnum sem maður fær alltaf í jarðaförum (hvenær hann fæðist og deyr o.s.frv) og þá rennur allt í einu upp fyrir mér að dánardagurinn er akkúrat sá sami og mig dreymdi þarna mánuði fyrr.

Annars var ég rosalega berdreymin fyrsta árið eftir að sonur minn fæddist, ég held að maður sé rosalega næmur á því tímabili.

Endilega commentið þið núna og segið ykkar söur ;)

miðvikudagur, mars 17, 2004

Jarajarajarajarajrarjaraaaaaaaaaa.......

Hæjó spæjó :D Það er mest lítið að frétta nema að ég er loksins flutt og er ennþá netlaus. En það er bara í fínu lagi því ég hef nóg annað að gera, það er nefnilega allt að verða vitlaust hérna í skólanum. Já, ég er líka sjónvarpslaus svo ef þið vitið um einhvern sem er að fara að losa sig við sjónvarp, segið þið þá manneskjunni bara að henda því í mig ;) ( ekki samt bókstaflega Í mig, heldur rétti mér það frekar) Uuuuuu...... þá hef ég eiginlega bara ekkert meira að segja nema, bæjó spæjó ;)

laugardagur, mars 13, 2004

........

Ég fór og sótti lyklana af íbúðinni minni áðan, ég fékk tár í augun af gleði :')
Síðan fór ég í bíltúr og fékk mér shake til að fagna, jibbíííííí...... :)

arg.....

jæja, þið verðið þá bara að ímynda ykkur að það sé mynd af Jhonny Depp hér fyrir neðan :(

fimmtudagur, mars 11, 2004

Slllllllllleeeeeeffff.............. :P

Jæja, ég held að mér hafi tekist þetta :D Smellti inn mynd af fallegasta karlmanni í heimi!!!!!
Ef að þið rekist á einhvern sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana, þá vitið þið hvar ég á heima ;)

Nú erum við að tala saman ;)

miðvikudagur, mars 10, 2004

jebbs :)

Angel
You are one of the few out there whose wings are
truly ANGELIC. Selfless, powerful, and
divine, you are one blessed with a certain
cosmic grace. You are unequalled in
peacefulness, love, and beauty. As a Being of
Light your wings are massive and a soft white
or silver. Countless feathers grace them and
radiate the light within you for all the world
to see. You are a defender, protector, and
caretaker. Comforter of the weak and forgiver
of the wrong, chances are you are taken
advantage of once in awhile, maybe quite often.
But your innocence and wisdom sees the good in
everyone and so this mistreatment does not make
you colder. Merciful to the extreme, you will
try to help misguided souls find themselves and
peace. However not all Angelics allow
themselves to be gotten the better of - the
Seraphim for example will be driven to fighting
for the sake of Justice and protection of those
less powerful. Congratulations - and don't ever
change - the world needs more people like you.


*~*~*Claim Your Wings - Pics and Long Answers*~*~*
brought to you by Quizilla

sunnudagur, mars 07, 2004

hva?????

Trallarallarallaralla.............

Rétt eða rangt?

Munurinn á körlum og konum???

Konur sem vilja fá virðingarstöðu eru spurðar af hverju þær sækist svona eftir virðingu eða viðurkenningu.
Karlar sem vilja fá virðingarstöðu eru ekki spurðir neins.

Giftur karlmaður er fyrirvinna og þarf einfaldlega góð laun til að framfleyta fjölskyldunni.
Gift kona þarf ekkert svo há laun því hún á mann sem sér fyrir fjölskyldunni.

Kona sem býr ein og tekur ekki til, eldar ekki matinn, setur ekki í þvottavélina og þrífur ekki klósettið...ja, hún er bara sóði.
Karl sem býr einn og gerir ekkert að ofangreindu hefur bara alltaf svo mikið að gera greyið að hann má ekki vera að þessu.

Kona sem býr ein með barn/börn er byrði á samfélaginu.
Karl sem býr einn með barn/börn er ótrúlega duglegur og vekur aðdáun samfélagsins.

Karlar eru ákveðnir.
Konur eru frekjur.

Karlar njóta virðingar.
Konum er vorkunn.

Konur sem gagnrýna samfélagið eru neikvæðar.
Karlar sem gagnrýna samfélagið eru framsýnir.

Konur eru konum verstar.
Karlar eru...hummm?

kærasti óskast!!!

Ef þið vitið um einn slíkan handa mér, endilega látið mig vita ;)

Já, það er bara allt að gerast :oÞ

Hvar á ég nú að byrja? Hmmmm....... ok

no. 1 Ég er að fara að flytja uppí Víkurás aftur, víííííííííííí........... verð vonandi flutt inn um næstu helgi *risabros* :D Ykkur verður ss. öllum boðið í innflutningspartý á næstunni!!!!!

no. 2 Ég labbaði catwalkið á brúðkaupsýningunni Já um helgina, íklædd glæsilegum brúðarkjól (í fyrsta og örugglega síðasta skiptið með þessu áframhaldi í karlamálum!!!) Annars fannst mér þetta ótrúlega gaman :) Gæti alveg séð framtíð í þessu ef ég væri 10 cm stærri og 10 kílóum léttari ;)

no. 3 æi, man það ekki núna...........

mánudagur, mars 01, 2004

borínef......

Jæja það hlaut að kom að því... ég festist á filmu :(
Einhver náði þessarri af mér á Glaumbar, af öllum stöðum *grenj* ég vissi að ég hefði ekki átt að fara þangað inn!
En ef þið spáið aðeins í myndinni, þá er ég bara að gretta mig afþví gaurinn á bakvið mig var eitthvað að reyna við mig!!
Samt glæsileg mynd, finnst ykkur ekki ;) Þessi fer beint í fjölskyldualbúmið!!!!

(myndin er einhverstaðar þarna neðarlega, ég er í rauðum jakka að bora í nefið!!!, kann ekki að linka alveg á myndina)