Spúúúúúúúkí *hrollur og skjálf*
Jæja ég vona að þetta fari nú að koma, ég er alveg að verða gaga á þessu netleysi *ríf í hár*
Ég var svona að spá og spekulera!! Hefur einhverntíman eitthvað spúkí komið fyrir ykkur?
Ég ætla allvega að segja ykkur frá nokkrum spúkí hlutum sem hafa komið fyrir mig.....
Hmm.... hvar á ég að byrja
Einu sinni var ég í heimsókn hjá mömmu og pabba með strákinn minn. Ég og mamma ákveðum að leggja okkur inní hjónarúm á meðan pabbi passar strákinn frammi. Ég og mamma sofnum, en ég hrekk skyndilega upp og get þá ekki hreyft legg né lið. Ég sé mömmu sofandi við hliðina á mér í rúminu og heyri í pabba og stráknum mínum frammi. Ég verð ég náttúrulega rosalega hrædd og reyni að kalla á mömmu, en kem ekki upp hljóði. Ég man bara að ég reyni að öskra og öskra en ekkert gerist og virðist svo dotta í einhverjar mínútur og þá er allt komið í lag. Ótrúlega furðulegt.
Svo þegar ég var yngri vorum við vinkonurnar alltaf að fikta við andaglas. Við vorum einn daginn heima hjá vinkonu minni um hábjartann dag og ákveðum að fara í andaglas 3 saman. Við erum að dunda við þetta í smá tíma og svo segi ég uppúr þurru við glasið/andann "farðu eins hratt og þú getur". Þá byrjar glasið að fara í hringi á svo rosalegum hraða að engin okkar gat lengur verið með puttann á glasinu. Við frjósum allar og störum á glasið snúast á spjaldinu og svo allt í einu fer glasið út af spjaldinu og springur í þúsund mola á borðinu.
Einu sinni dreymdi mig agalega skrítinn draum, ég nenni nú ekki að lýsa honum nánar en það að í draumnum kom fram dagsetning. Ég segi nokkrum vinkonum mínum frá draumnum og gleymi þessu svo bara. Svona ca. mánuði seinna deyr afi minn og jarðaförin er eitthvað um viku seinna. Svo þegar ég sit í kirkjunni þá er mér litið á dagsetninguna á bæklingnum sem maður fær alltaf í jarðaförum (hvenær hann fæðist og deyr o.s.frv) og þá rennur allt í einu upp fyrir mér að dánardagurinn er akkúrat sá sami og mig dreymdi þarna mánuði fyrr.
Annars var ég rosalega berdreymin fyrsta árið eftir að sonur minn fæddist, ég held að maður sé rosalega næmur á því tímabili.
Endilega commentið þið núna og segið ykkar söur ;)