Endurskoðun
Pirrrr... Ég er verulega að íhuga að skipta um bloggkerfi. Þarf að skella mér í könnunarleiðangur, með hverju mæli þið?
Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!
Pirrrr... Ég er verulega að íhuga að skipta um bloggkerfi. Þarf að skella mér í könnunarleiðangur, með hverju mæli þið?
Ég og Árni skelltum okkur í bústað á laugardaginn, tilbúin með tærnar uppí loft og mat fyrir 10 manns ;)
Ég hef aðeins verið að hugsa um hvað ég eigi að gera í fæðingarorlofinu (annað en hugsa um prinsessuna og heimilið). Ég ætla að taka mér ársfrí frá vinnu og langar rosalega að taka 1-2 fög í háskólanum eða fara á einhver spennandi námskeið. Svo ég koðni nú ekki niður heima eins og ég var næstum búin að gera í síðasta orlofi.
Við erum búin að finna vagn :) Glæsilegan 3 ára Simo vagn sem er eins og nýr. Hann er Vínrauður og ljósbrúnn með svörtu stelli, ég skelli inn mynd við tækifæri af glæsikerrunni. Og það er heldur ekki amalegt að spara 40 þús kall á því að kaupa notaðan frekar en nýjan. Ég er auðvitað löngu búin að eyða 40 þús kallinum í huganum ;)
Eins og fíl!! (og bráðlega eins og hval á þurru landi ;)
Það er einhver bloggleti í gangi þessa dagana, enda ekki frá miklu að segja. Jahh, nema einhverju óléttu eða barnatengdu.
Við erum flutt í Mosfellsbæinn og búin að skila af okkur Mjóuhlíðinni. Það er svolítið skrítið að vera komin aftur heim til mömmu og pabba, en ósköp notarlegt líka :) Það er náttúrlega ekkert lítið mál að taka á móti 3 1/2 manna fjölskyldu og heilli búslóð!
Janúar - Áramót 05-06