MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

föstudagur, september 30, 2005

Skrítin skrúfa

Ég hef víst ekki mikið annað að gera en að blogga, er búin að hanga heima sárlasin núna í tvo daga með hita og hálsbólgu....viðbjóð.

Ég var eitthvað að spékúlera, ég verð nefnilega alveg ofboðslega klökk við ákveðnar aðstæður. Þá er ég að meina þannig klökk að ég verð að klípa mig eða reyna að hugsa um eitthvað annað til að tárin fari ekki að renna. Sem dæmi um svona aðstæður má nefna skrúðgöngur, lúðrablástur, karlakór og barnakór. Auðvitað líka þegar eitthvað sorglegt gerist en ég er ekki að tala um það núna. Ég held nefnilega að ég verði klökk af gleði og afþví mér finnst þetta svo fallegt, ég á svo margar góðar minningar sem tengjast þessum hlutum. Ég hef líka oft spekúlerað hvort ég sé bara eitthvað gölluð, eða hvort aðrir finni fyrir þessu líka?
Ég átti t.d. alveg voðaleg bágt með mig um daginn þegar ég fór að horfa á son minn og skólafélaga hans úr Ísaksskóla syngja.


later....

þriðjudagur, september 27, 2005

Vi skal rejse til Danmark!!

Jeg skal rejse sammen með min kæreste. Men han hedder ikke Bo Vilhelm Olsen, nej han hedder Árni. Jeg hedder Hlín og er femogtyve. Sussuss, ég hef engu gleymt ;)

Við förum reyndar ekki fyrr en í desember, en ég er samt farin að hlakka voða voða mikið til.

En vitið þið hver Bo Vilhelm Olsen er? Hann er samt þekktur undir öðru nafni! Svava þú hlýtur nú að vita þetta!

ble....

mánudagur, september 26, 2005

Eyvi samdi lag

.......handa mér.
Hér getið þið hlustað á það.
Glæsilegt finnst ykkur ekki! Það gladdi mig allavega :)

klukk klukk

Jæja þá eru bæði Eyvi og Sabbaló búin að klukka mig. Best að svara kallinu :)

1. Ég þoli ekki of mikla snertingu frá ókunnugu fólki.

2. Mér finnst hákarl góður :p

3. Ég er afskaplega, yndislega, rosalega ástfangin

4. Mér finnst gaman að sauma út

5. Ég er að fara að flytja :)

og þá vitið þið það.....