Skrítin skrúfa
Ég hef víst ekki mikið annað að gera en að blogga, er búin að hanga heima sárlasin núna í tvo daga með hita og hálsbólgu....viðbjóð.
Ég var eitthvað að spékúlera, ég verð nefnilega alveg ofboðslega klökk við ákveðnar aðstæður. Þá er ég að meina þannig klökk að ég verð að klípa mig eða reyna að hugsa um eitthvað annað til að tárin fari ekki að renna. Sem dæmi um svona aðstæður má nefna skrúðgöngur, lúðrablástur, karlakór og barnakór. Auðvitað líka þegar eitthvað sorglegt gerist en ég er ekki að tala um það núna. Ég held nefnilega að ég verði klökk af gleði og afþví mér finnst þetta svo fallegt, ég á svo margar góðar minningar sem tengjast þessum hlutum. Ég hef líka oft spekúlerað hvort ég sé bara eitthvað gölluð, eða hvort aðrir finni fyrir þessu líka?
Ég átti t.d. alveg voðaleg bágt með mig um daginn þegar ég fór að horfa á son minn og skólafélaga hans úr Ísaksskóla syngja.
later....