MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, febrúar 23, 2004

Gothika......dararammdamm!!!

Jiiii, ég verð nú að segja ykkur frá bíóferðinni minni í gær. Ég og Júlli skelltum okkur á Gothika!
Ó mæ, ó mæ, ég hef nú sjaldan orðið eins hrædd :o/ Ég hélt fyrir augun allan seinni helming myndarinnar og var komin alveg í keng í stólnum, mig langaði eiginlega bara að hlaupa út *púff*. En annars er ég ekki alveg viss hvort að Júlli skemmti sér betur yfir myndinni eða mér........ hehe, *roðn*.

Ég þurfti að fara að mynda eina "nightshoot" filmu eftir bíóið og þar sem Júlli hélt áfram að hræða mig á leiðinni heim, ætlaði ég bara að sleppa því og skríða undir sæng og breiða uppfyrir haus. En ég er svo mikil hetja, ég fór að taka myndir :) Forðaðist reyndar fáfarna staði og hélt mig bara í mibbanum ;)
Svo ef þið hafið áhuga á martröðum og hjartastoppum, endilega skellið ykkur á Gothika

Já, svo verð ég bara að segja ykkur í lokin að hann Robert Downey Jr á alveg gríðarlegt comeback í þessari mynd!! Hann er svooooo fallegur!!!!, ég man hvað ég var skotin í honum þegar ég var yngri *slef* Ég á einhverstaðar heima hjá mömmu alveg tonn af úrklippum og plakötum með honum.
Óska hérmeð eftir R.D.Jr lookalike..... :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home