MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ok ok ok.......... act one (ekki það að ég sé að fara að leika neitt!)(tók bara svona til orða!)

Jæja jæja, ég nenni eiginlega ekki að skrifa allt sem geriðst, það tæki mig heila eilífð eða akkúrat 9 daga! Þar sem það var ekki ein dauð mínúta í þessari frábæru ferð minni til stóra eplisins. Svo er ég líka búin að segja ykkur flestum frá því helsta sem gerðist.
En þar sem ég er alveg einstaklega góðhjörtuð manneskja skal ég stikla á stóru og segja frá því helsta sem á daga mín dreif í þessari mögnuðu stórborg.
Þetta var ansi langt ferðalag, ég flaug til Boston og tók þaðan rútu til NY, jeijj svaf allan tíman með lopahúfuna mína á hausnum. Vaknaði því sveitt og sæti í NY eftir 4 tíma ferðalag með grayhound. Tók yellow taxi uppá hostel, þurfti að bíta mig þrisvar í vörina því ég var alltaf við það að öskra "follow that car"!!!! Kom þreytt en sæl uppá herbergið mitt, sem ég þurfti að deila með 11 manns og táfýluskóm á ofninum fyrir neðan kojuna mína "ðgg" Fékk svo annað herbergi og jara jara!
Allavega þá sá ég nokkur seleb í ferðinni!!! Sat t.d. við hliðina á Önnu Chlumsky úr My girl í metróinu og las Voge yfir öxlina á henni, það var kúl!! Rakst á á bróður Amy úr Judging Amy (man ekki hvað hann heitir) í einni búðinni sem ég fór í og sá the fabulus five úr Queer eye for the straight guy!!
Svo asnaðist ég inní hið margfræga Harlem hverfi eina nóttina eftir súrt fyllerí, það ferðalag endaði með eggjakasti, ekki spurja mig hversvegna. Já og ef þið farið einhverntíman til New york og eruð að fara uppá 103 stræti að nóttu til, EKKI TAKA A-LESTINA hún stoppar ekki fyrr en á 225 stræti, ss. í miðri Harlem!!!! og ef þið lendið þar og ykkur langar í bjór, EKKI FARA ÚR ÞAR, snúið heldur við og farið til baka á local pöbbinn ;)
Hmmm... svo verslaði ég bara fullt, ældi á Broadway og svona! Bara þetta venjulega sem maður gerir í NY. Ég skoðaði ground zero, fór uppí Empire state, kíkti á frelsisstyttuna úr fjarlægð og svo framvegis.
framhald síðar...............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home