MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, maí 25, 2005

Útskriftin á Laugardaginn!!!

Já það er loksins komið að því, ég er að verða fullgildur grafískur hönnuður þann 29. maí næstkomandi :) ohhhh... ég hlakka svo til!!!
Veislan verður á sunnudaginn, svo endilega kíkið við í kaffi og með því heima hjá ma og pa kl 15:00.

Svo má ég til með að monta mig aðeins. Ég tók nefnilega þátt í smá samkeppni um daginn, um forsíðu á símaskránna. En ég vann ekki, því miður :( En en mín tillaga var samt valin sem ein af tíu bestu, af hmmmm... örugglega hundraðogeitthvað :D og fæ því að vera með á sérstakri sýningu sem ég skal segja ykkur betur frá á morgun.

Munið svo að síðasti séns að sjá lokaverkefnið mitt á sýningunni á Kjarvalsstöðum er um helgina!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home